Jafnrétti á Akureyri

Það eru góðar fréttir frá Akureyri. Svo virðist sem að launamunur milli kynjanna sé minni hjá Akureyrarbæ en öðrum sveitarfélögum. Þetta eru góðar fréttir og veitir ekki af eftir alla niðurlæginguna sem sveitarfélagið varð fyrir í frægum dómsmálum. Svo virðist sem þessi árangur hafi náðst með því að fella í burtu ákveðnar tegundir af aukagreiðslum sem fyrst og fremst virðast hafa farið til karlmanna.

Þetta eru góðar fréttir og bæjarstjórnin á skilið hrós fyrir þetta.

Ég heyri hins vegar talsvert af því að starfsmenn Akureyrarbæjar séu óánægðir með launin sýn. Núna síðast heyrði ég í gæslumanni sem starfar á erfiðu sambýli hjá bænum og hann sagði að launin sýn hefðu verið lækkuð um 30%. Enda sagði Sigrún í sjónvarpsfréttunum að þetta hefði ekki verið átakalaust að breyta.

fimm stjörnur fyrir bæjarstjórnina á Akureyri vegna þessa máls en bærinn má hins vegar ekki notfæra sé það um of að Eyjafjörðurinn er láglaunasvæði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband