Bæjarstjóri kallar unga sjálfstæðismenn dóna.

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri sýnir leiðtogahæfileika sína í aðsendri grein í mogganum 4. október. Þar svarar hún harkalegri gagnrýni ungra sjálfstæðismanna á vinnubrögð meirihlutans í bæjarstjórn með því að segja að þeir séu dónar og að þeir eigi bara að mæta á bæjarmálafundi þar sem þeir eru víst hættir að mæta. Reyndar er mér sagt að það séu ekki bara ungir sjálfstæðismenn sem eru hættir að nenna að mæta á þessa fundi. Ragnar Sigurðsson formaður Varðar segir í sjónvarpsviðtali í tíufréttum ríkissjónvarpsins þann 1. október að þetta sé "dropinn sem fyllti mælinn". Það bendir til þess að það sé eitthvað fleira sem er að angra unga en þessi eina skipan í nefnd. Það er ekki hægt að túlka viðbrögð bæjarstjórans við óánægju ungra öðruvísi en svo að hún telji sig  ekki þurfa á stuðningi þeirra að halda.

María Egilsdóttir varabæjarfulltrúi sjálfstæðismanna sá engan annan kost en að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ástæðan fyrir þessu er sú að hún var óánægð með vinnubrögðin innan meirihlutans. Sérstaklega fékk hún þó tækifæri til þess að kynnast vinnubrögðunum náið í afgreiðslu á Sómatúnsmálinu svokallaða.

Eitthvað segir mér að óánægja Maríu og ungra sé af sömu rótum sprottin.

Sigrún fær fjóra banana fyrir hæfileika sína til þess að miðla málum og lægja öldur innan flokksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband