Samgönguráðuneytið skammar Vegagerðina fyrir það að fara eftir óskum Samgönguráðuneytisins.

Vegagerðin hefur nú þegar greitt  400 milljónir fyrir verkefni sem aðeins var áætlað að setja í þá fjármuni sem fengust við sölu á Sæfara eða eins og segir í skýringum með fjárlagafrumvarpi “að selja Grímseyjarferjuna m/s Sæfara og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á annarri hentugri ferju”. Að auki hefur Vegagerðinni ekki tekist að fá verksala til þess að gera tilboð í aukaverk. Áætlaður kostnaður ferjunnar er kominn í 600 milljónir. En það er nákvæmlega sú upphæð sem nefnd á vegum samgönguráðherra áætlaði að ný ferja mundi kosta. Nefndi mælti með því að ný ferja yrði keypt en sú leið var ekki farin.

Fyrir þessi afrek fær vegagerðin tvo banana af fimm mögulegum.

Samgönguráðuneytið kom seint og síðarmeir fram með kröfur um hvernig ferjan á að vera og hækkar það vitanlega kostnaðinn við viðgerð ferjunnar gríðarlega. Reyndar er svo komið að nær væri að tala um endurgerð. Síðan skamma þeir að sjálfsögðu Vegagerðina fyrir að standa ekki við fyrri áætlanir. 

Fyrir þetta fær Samgönguráðuneytið fimm banana af fimm mögulegum.



mbl.is Segir samgönguráðherra gera sig að blóraböggli í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband