Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það sáu ekki allir kreppuna fyrir!

Þessi bókarkápa er ekki grín það er hægt að kaupa þessa bók á Amazon.

Bók ársins 2008


mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki seðlabankinn einn með verkfæri til að takmarka stærð efnahagsreikninga bankanna?

Í Kastljósviðtali við Davíð Oddsson í kvöld kom fram að hann hafði haft miklar áhyggjur af því að bankarnir væru orðnir allt of stórir. En hver átti að sjá til þess að það gerðist ekki og hvaða verkfæri voru til staðar til þess að hindra það að bankarnir yrðu og stórir? Í lögum um Seðlabanka segir í 4. grein "Seðlabanki Íslands skal sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd".

Orðin "virku og öruggu fjármálakerfi" geta ekki vísað til annars en að eitt af hlutverkum Seðlabankans sé að stuðla að fjármálastöðuleika.

Ef fjármálastöðuleika er ógnað vegna þess að bankarnir eru orðnir of stórir hver á þá að grípa inn í? Ekki er það Fjármálaeftirlitið því hlutverk þess er að fylgjast með að fjármálafyrirtæki fari að lögum og fylgjast með því að hver banki standist ákveðin próf. Það er ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að fylgjast með stöðuleika fjármálakerfisins í heild það er klárlega verkefni Seðlabankans.

Hvaða verkfæri hafa stjórnvöld til þess að halda aftur af stærð banka? Altþingi hefur eftir því sem ég best fæ séð aðeins gefið seðlabankanum verkfæri til þess að halda aftur af efnahagsreikningum bankana. Þessi verkfæri eru eftir minni bestu vitneskju bindiskylda og reglur sem Seðlabankinn setur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð bankanna. Auk þess ber Seðlabankanum, eins og kemur fram í Bankastjórnarsamþykkt um viðfangsefni Seðlabanka Íslands á sviði fjármálastöðugleika" að beita sér fyrir breytingum á reglum og lagalegri umgjörð um starfsemi fjármálafyrirtækja og viðskipti á markaði eftir því sem hann telur tilefni til".

Eins og þetta mál blasir við mér þá er það hlutverk Seðlabankans að gæta fjármálastöðuleika. Við vitum það að Seðlabankinn taldi að fjármálastöðuleika væri ógnað og að því er virðist þá kemur sá ótti fyrst upp árið 2006 eins og kom fram í viðtalinu við Davíð. Seðlabankinn einn hefur verkfæri sem geta takmarkað stærð efnahagsreikninga bankanna. En beitti hann þeim verkfærunum? Það eina sem ég veit um er að bindiskylda  var lækkuð úr 4% í 2% árið 2003 og að hlutfall gengisjöfnuður af eiginfé var lækkað 1. júlí 2008 sem, samkvæmt fréttum, þýddi að KB banki þurfti að losa sig 70 miljarða af gjaldeyri. Þetta eru þær aðgerðir sem ég man eftir sem Seðlabankinn fór út í og ég tel að báðar þessar aðgerðir hafi minkað fjármálastöðuleika í landinu.

Mitt mat er að Seðlabankinn bar ábyrgðina og beitti ekki þeim verkfærum sem hann hafði.

Það tal Davíðs um að hækkun bindiskyldu hefði ekki haft áhrif á stærð efnahagsreikninga bankana er auðvitað fjarstæða. Ef þeir hefðu hækkað bindiskyldu árið 2006 þ.e. þegar þeir fóru að hafa áhyggjur af stærð bankanna þá hefði það örugglega haft áhrif. Peningamagn sem hlutfall af þjóðarframleiðslu M3/GDP hefur aukist verulega frá 2003 og á örugglega þátt í því að bankarnir gátu kept við íbúðarlánasjóð árið 2004. Árið 2003 þá hefði Seðlabankinn átt að hækka stýrivexti samhliða lækkun á bindiskyldu en gerði ekki. Bólan sem fylgdi í kjölfarið gerði bönkum enn auðveldara en annars að verða sér út um erlent fjármagn.


mbl.is Helgi Magnús: Davíð sendi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er með betra plan en Ríkisstjórnin

Besta planið sem ég hef heyrt til þessa er það að taka lánin. Svo skiptum við gjaldeyrinum á milli okkar. Þrjár til fjórar kúlur á kjaft. Svo stingum við af og látum aldrei sjá okkur hér á klakanum aftur. Hvernig lýst fólki á þessa hugmynd?
mbl.is Stjórn IMF fjallar um Ísland 5. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir stofnar nýjan stjórnmálaflokk?

 

Kápa bókarinnarÉg var að rifja upp í huganum efni bókar sem ég las fyrir nokkrum árum sem er eftir blaðamennina Peter Gomez og Marco Travaglio. Þar lýsa þeir pólitísku ástandi á Ítalíu eftir "Mani puliti". Í reynd er það eina sem vantar uppá til þess að við náum sömu fullkomnun og Ítalirnir í stjórnmálum er að Jón Ásgeir stofni stjórnmálaflokk og verði forsætisráðherra eins og Berlusconi gerði. Þá er ástandið hér orðið fullkomlega sambærilegt við það sem það er í "il Bell Paese". 

En málið er að því miður erum við farin að spila í sömu deild og Ítalía hvað pólitíkina varðar. 

Ég bjó á Ítalíu á þessum árum þegar "Mani puliti" rannsóknin gekk yfir og ég verð að segja að heiftin og reiðin í garð stjórnmálamanna er meiri hér á Íslandi heldur en hún var þá á Ítalíu.

Afleiðingarnar fyrir stjórnarflokkana á Ítalíu voru þær að þeir þurrkuðust allir út. Þar af tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins þ.e. Sósíalistar og Kristilegir Demokratar.

Þegar afleiðingarnar af því sem er að gerast hér á landi hafa loks sokkið inn hjá öllum almenningi. Hverjar verða þá afleiðingarnar fyrir stjórnmálaflokkana hér á landi?

 

 


mbl.is Staðan verri en af er látið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband