Færsluflokkur: Bloggar

Openber skýring stjórnvalda á klúðrinu birt í sunnudagsmogganum

Svona var þetta "Stjórnvöld, fyrrverandi stjórnendur viðskiptabankana og eftirlitsstofnanir eru á einu máli um að neikvæð afstaða erlendra seðlabanka til lánveitingar til Íslands hafi orðið íslensku bönkunum að falli". Einhvernvegin kemur það manni ekki á óvart að þeir aðilar sem hér eru upp taldir telja sig ekki eiga sök á því hvernig komið er fyrir landinu. Hér fer ekki mikið fyrir iðrun eða auðmýkt.

Ég heyri það á mörgum að þeir reyna að horfa á björtu hliðarnar og telja að landið muni breytast mikið við þessar hamfarir til hins betra. Að fólk almennt muni ekki einblína eins mikið á veraldleg gæði og að mannlegri gildi fái byr undir báða vængi. Ég vona svo sannarlega að sú verði raunin. En til þess að það verði þá þarf allt að breytast í íslenskum stjórnmálum og í íslenskri fjölmiðlaumræðu og ég verð að segja eins og er að fyriragnirnar í þessari grein Agnesar í mogganum benda því miður ekki beint til þess að "menn" hafi áhuga á breytingum. Skilaboðin sem Agnes er að reyna að senda út með þessari grein eru þau að stjórnvöld beri ekki ábyrgð á því hvernig fyrir okkur sé komið heldur sé þetta vondu fólki úti í heimi að kenna sem sé illa við íslendinga. Ég get ekki kallað þessa skýringu hennar annað en vísvitandi pólitíska blekkingu.

Agnes fjallar ekkert um það hver staðan hefði verið ef við hefðum farið að ráðum fjölmargra úr háskólaumhverfinu og gengið í Evrópubandalagið og eða aðskilið fjárfestingabankastarfsemi frá viðskiptabankastarfsemi. Við höfum vitað það lengi að við gátum ekki bæði verið með svona stóra banka og haldið í krónuna. Þetta er búið að vera á vitorði allra þeirra sem til þekkja lengi.

Þrátt fyrir að við vonum öll að Ísland verði betra land á næstu árum þá er staðreyndin sú að efnahagshruni fylgja yfirleitt fyrst og fremst neikvæð félagsleg áhrif. Aukin tíðni skilanaða, aukin misnotkun fíkniefna og almenn vanlíðan. 

Við íslendingar stöndum því á ákveðnum krossgötum í dag og hlutirnir geta farið í tvær áttir. Eins og ég sagði áðan að ef við viljum að samfélagið okkar batni við þessar hamfarir þá þarf allt í íslenskri pólitík að breytast. Við verðum þá að snúa frá stjórnmálum sem byggjast á blekkingum, lygum, spillingu og sérhagsmunum. En mér dettur ekki í hug að benda fingrinum á Davíð Oddsson, ríkisstjórnina eða alþingismenn. Ég vil benda á sjálfan mig og alla almenna kjósendur. Það erum við sem höfum látið þetta yfir okkur ganga og við berum fulla ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið. Við kusum yfir okkur stjórnmálamenn sem hafa logið að okkur og blekkt okkur og við vissum það en héldum samt sem áður áfram að kjósa þá.

Það sem ísland þarf í dag eru hetjur. Hetjur eru þeir sem gera það sem er rétt fyrir samfélagið og framtíðina burt séð frá eigin hagsmunum. En við þurfum ekki að bíða eftir hetju-leiðtoga sem kemur og bjargar okkur frá þeirri stöðu sem við erum í dag. Hann eða hún mun ekki koma að sjálfu sér. Það erum við almennir kjósendur sem þurfum fyrst að gerast hetjur. Við þurfum að standa upp og verja sannleikann og almannahagsmuni. Ef við gerum það þá munu af sjálfu sér komast til forystu í okkar stjórnmálaflokkum menn og konur sem hafa hagsmuni samfélagsins alls að leiðarljósi.


Þegar maður á fáa kosti og þeir eru allir slæmir þá er maður í vandræðum

Ég sé ekki kvaða kosti íslensk stjórnvöld eiga aðra en að "semja" við IMF (lesist taka því sem IMF býður) vegna þess að aðrir sem hafa boðið íslendingum aðstoð hafa sett það sem skilyrði að IMF komi íslandi fyrst til aðstoðar. Væntanlega þýðir þetta að IMF tekur að mestu yfir stjórn seðlabankans og fjármálaráðuneytisins.

Við íslendingar eigum það til að setja okkur á soltið háan hest gagnvart öðrum þjóðum sérstaklega ef þjóðarframleiðsla á mann er lægri hjá þeim en okkur en ég get ekki séð að við munum fá eitthvað aðra meðferð hjá sjóðnum en t.d. Úkraína, Ungverjaland eða Serbía.


mbl.is Ákvörðun á allra næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem hafa áhuga á hagfræði Karl Marx ættu að lesa Piero Sraffa

Ég sé að bækur eftir Karl Marx eru farnar að seljast eins og heitar lummur. Að mörgu leiti voru David Ricardo og Karl Marx sammála um margt sem snýr að hagfræði. Ég mæli því með því að þeir sem hafa áhuga á hagfræði Karl Marx lesi bókina "Commodities by Means of Commodities" en hún er skrifuð af ítalska hagfræðingnum Piero Sraffa. Bókin er gagnrýni á neo-classisca hagfræði og fæddi af sér það sem hefur verið kallað neo-Ricardoismi en post-Keynesistar fá síðan talsvert af hugmyndum að láni frá neo-Ricardoistum.

Ég á þessa bók reyndar á ítölsku en á því máli heitir hún "Produzione di merci a mezzo di merci - Premesse a una critica della teoria economica" en henni var gaukað að mér fyrir margt löngu þegar ég var að læra sögu hagkenninga. 


Fjármálaeftirlitið

Stofnunin sem reyndist engan vegin hæf til þess að hafa eftirlit með íslenska bankakerfinu á nú að taka það yfir og stjórna því? Hmm...

Samræmist takmörkuð ábyrgð fyritækja frjálsum markaði?

Er það sjálfsagt að það eigi að vera hægt að stofna lögaðila sem bera eingöngu takmarkaða ábyrgð á gjörðum sínum? Raunverulegur frjáls markaður gerir ekki ráð fyrir því að að ein manneskja geti skaðað aðra án refsingar. Þar af leiðandi getur markaður þar sem eru til fyrirtæki með takmarkaða ábyrgð ekki kallast frjáls. Takmörkuð ábyrgð fyrirtækja brenglar frjálsa markaði með því að færa hluta af ábyrgð frá fjárfestum yfir á samfélagið í heild.

 

 


Blamestorming um íslensk efnahagsmál

Það er tvennt sem ég vill segja:

1) Ef við værum núna í Evrópubandalaginu og værum með evru í stað krónu þá væru bankarnir með almennilegan bakhjarl og íslenskur almenningur hefði ekki þurft að upplifa stórkostlega kjaraskerðingu í gegnum gengisfall krónunnar. 

2) Ef við hefðum haft aðskilnað á milli fjárfestingabanastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi í landinu þá væru jú fjárfestingabankarnir sennilega komnir á hausinn en það mundu að öllum líkindum ekki falla nein kostnaður á íslenska skattgreiðendur. Bandarísk stjórnvöld eru að punga út a.m.k 1000 biljónum $ til að koma í veg fyrir að viðskiptabankar sem eru líka fjárfestingabankar fari á hausinn. Hvernig getur það verið betra heldur en að hafa aðskilda fjárfestingabanka starfsemi sem má rúlla án þess að það skili sér í hruni í raunhagkerfinu.

Skyldum við læra eitthvað af sögunni? 


Impeachment

Ef bandaríska þingið reynir að koma forseta frá völdum með að ákæra hann fyrir að hafa logið til um framhjáhald en sleppir öðrum sem er sagður hafa dregið þjóðina út í stríð með lygum, þá er eitthvað meira en lítið að.
mbl.is Sakar Hvíta húsið um að falsa tengsl Íraks og 11. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátíðin "Ein með öllu" vel hepnuð í ár

Það er óhætt að lofa skipulagningu hátíðarinnar í ár. Mér fannst meiri ástæða lögð á að dagskráin hentaði fjölskyldufólki en oft áður auk þess sem hlutir eins og gæsla og tjaldstæðamál voru með allt öðru móti en áður. Það er búið að halda hátíð sem þessa hér á Akureyri í nokkuð mörg ár og það hlaut að koma að því að það tækist að skipuleggja þetta almennilega.
mbl.is Fjölmenni á flugeldasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfurnar í efnahagsmálum?

Ég horfði á sjónvarpsfréttirnar í gær og það var ekki laust við að horfurnar í efnahagsmálum sé eins og umhverfið við Hvaleyrarvatn, brunarústir.

 


mbl.is Mikið tjón í sinubrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Abkazia, Suður Osstesía og Transnistria

 

 

Einhvertíma fyrir ekki löngu kommentaði ég á eitthvert blogg þar sem ég varaði við því að ef vesturlönd styddu sjálfstæði Kosovo þá mundu Rússar vilja sjálfstæði Transnistríu og sjálfstæði eða innlimum Abkaziu og Suður Osstesíu í Rússland.

Samkvæmt nýjustu fréttum þá virðist þetta einmitt vera að gerast núna. Af hverju ættu BNA að styðja sjálfstæði Kosovo en vera á móti sjálfstæði Abkaziu? Núna eru Rússar að pota í BNA með löngu priki og væntanlega verða viðbrögðin ekki önnur en vandræðaleg þögn. Ég held að það hafi verið mikil mistök hjá G.W.B. að lýsa óbeint yfir stuðningi við Kosovo með heimsókn sinni til Albaníu í sumar. Munið þið hvernig var tekið á móti honum þar? Honum var fagnað eins og hann væri Rambo sjálfur (vísu stal einhver af honum úrinu hans en það getur alltaf skeð).

Ástæðan fyrir því að sjálfstæði Abkaziu og Suður Osstesí er sérstaklega viðkvæmt mál er sú að Georgía er mikill bandamaður Bandaríkjanna en Georgía hefur t.a.m. sent hlutfallslega flesta hermenn til Íraks í “frelsisstríðið” þar.

Þessi sérstöku vinatengsl BNA og Georgíu skilst mér að séu út af því að það fer olíuleiðsla frá Baku við Kaspíahafið gegnum allt Azerbaijan, Georgíu og Tyrkland. Þessi olíuleiðsla tekur sem sagt sveig fram hjá Armeníu en fyrir ofan Georgíu er Rússland þannig að það er ekki um aðra leið að ræða. 

Olíuleiðsla þessi er kölluð Baku-Tbilisi-Ceyhan leiðslan í höfuðið á stærstu borgunum sem hún fer í gegnum. Það tekur eitt ár fyrir olíuna, frá því henni er dælt inn í Baku að koma út um hinn endann í Ceyhan.

Abkazia er reyndar mjög fallegt land og ég er búinn að stefna að því að fara þangað í stutt ferðalag í nokkurn tíma. Þar var reyndar háð sérstaklega ógeðfellt stríð  í kringum 1990. Ég auglýsi hér með formlega eftir ferðafélögum sem langar til að fara 10 daga ferð í sólina í Sukumi.


mbl.is Rússar vara við stefnubreytingu gagnvart Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband