Roche og Novartis ráða ferðinni í Sviss

Stærstu lyfjaframleiðandur í heimi s.s. Roche, Novartis og Bayer eru með mikla starfsemi í Sviss. Margar Borgir þarna lifa á bönkum og lyfjafyrirtækjum/chemical og því hafa þessi fyrirtæki talsverð áhrif á afstöðu stjórnvalda. Gæti eitthvað svipað verðið í gangi hér á Íslandi?

Það er samkeppnin á þessum mörkuðum sem hefur mest áhrif á lyfjaverðið og ef stjórnvöld hér vilja lækka lyfjaverðið þá geta þau það með því að opna fyrir samkeppni. Vilji er allt sem þarf. Ekki láta stjórnmálamenn telja ykkur trú um annað.

Íslensk stjórnvöld fá hins vegar fjóra banana af fimm mögulegum fyrir að segjast vilja lækka lyfjaverð en vilja sammt ekki grípa til aðgerða sem mundu auka samkeppni á íslenska markaðnum s.s. ein og með að gefa út reglugerð sem segir að öll lyf sem eru skráð í Evrópu þarfnist ekki skráningar á íslandi. Einfalt og áhrifaríkt en gæti lækkað tekjur íslenskra lyfjaheildsala.
 


mbl.is Aðeins í Sviss eru lyf dýrari en á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Haft er eftir franska rithöfundinum  Voltaire: ef þú sérð bankamann stökkva út um glugga í Sviss þá skaltu stökkva á eftir honum því þar er ábyggilega mikið fé að finna!

Ekki ráðlegg eg nokkrum manni að stökkva út um glugga hvorki í Sviss né annars staðar. En þar ku vera mjög mikill veraldlegur auður fyrir að þar eru bankahvelfingar orðnar svo umsvifamiklar að sum fjöll eru gegnumboruð til að koma þeim ósköpum fyrir að minnir á svissneskan ost!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.4.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband