21.10.2008 | 00:33
Jón Ásgeir stofnar nýjan stjórnmálaflokk?
Ég var að rifja upp í huganum efni bókar sem ég las fyrir nokkrum árum sem er eftir blaðamennina Peter Gomez og Marco Travaglio. Þar lýsa þeir pólitísku ástandi á Ítalíu eftir "Mani puliti". Í reynd er það eina sem vantar uppá til þess að við náum sömu fullkomnun og Ítalirnir í stjórnmálum er að Jón Ásgeir stofni stjórnmálaflokk og verði forsætisráðherra eins og Berlusconi gerði. Þá er ástandið hér orðið fullkomlega sambærilegt við það sem það er í "il Bell Paese".
En málið er að því miður erum við farin að spila í sömu deild og Ítalía hvað pólitíkina varðar.
Ég bjó á Ítalíu á þessum árum þegar "Mani puliti" rannsóknin gekk yfir og ég verð að segja að heiftin og reiðin í garð stjórnmálamanna er meiri hér á Íslandi heldur en hún var þá á Ítalíu.
Afleiðingarnar fyrir stjórnarflokkana á Ítalíu voru þær að þeir þurrkuðust allir út. Þar af tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins þ.e. Sósíalistar og Kristilegir Demokratar.
Þegar afleiðingarnar af því sem er að gerast hér á landi hafa loks sokkið inn hjá öllum almenningi. Hverjar verða þá afleiðingarnar fyrir stjórnmálaflokkana hér á landi?
Staðan verri en af er látið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.