Þeir sem hafa áhuga á hagfræði Karl Marx ættu að lesa Piero Sraffa

Ég sé að bækur eftir Karl Marx eru farnar að seljast eins og heitar lummur. Að mörgu leiti voru David Ricardo og Karl Marx sammála um margt sem snýr að hagfræði. Ég mæli því með því að þeir sem hafa áhuga á hagfræði Karl Marx lesi bókina "Commodities by Means of Commodities" en hún er skrifuð af ítalska hagfræðingnum Piero Sraffa. Bókin er gagnrýni á neo-classisca hagfræði og fæddi af sér það sem hefur verið kallað neo-Ricardoismi en post-Keynesistar fá síðan talsvert af hugmyndum að láni frá neo-Ricardoistum.

Ég á þessa bók reyndar á ítölsku en á því máli heitir hún "Produzione di merci a mezzo di merci - Premesse a una critica della teoria economica" en henni var gaukað að mér fyrir margt löngu þegar ég var að læra sögu hagkenninga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband