4.1.2008 | 01:50
Bella Napoli
Það er engin borg eins og Napolí. Vandamál með rusl er reyndar ekki bara bundið við Napolí heldur alla Campania. Þetta er gamalt vandamál og á rætur allt aftur til 1994.
Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum vandamálum. Þessar helstar:
a) Það tekur of langan tíma að útbúa nýja ruslahauga í staðin fyrir þá sem hafa verið lokaðir.
b) Endurvinnslustöðvar eru ekki að virka og því þarf að urða megnið af sorpinu sem berst í þær. Athyglisvert að það eru 7 endurvinnslustöðvar í Campania og þær eru allar reknar af fyrirtæki sem heitir Impregilo (Kannast einhver við það nafn).
c) Það hefur tafist að skipuleggja og byggja brennslustöðvar. Það er talið að la Camorra eigi þátt í þeirri töf (La Camorra er mafían í Napolí).
d) Mjög lítið af rusli í Campania er flokkað eða um 10% sem er langt undir meðaltalinu á Ítalíu sem er 25%.
Það einkennilegasta af öllu er að það kostar um 290 til 1000 evrur að eyða tonni af sorpi í Campania en það kostar um 215 evrur að flytja tonn af sorpi til Þýskalands og eyða því þar.
Napólí drukknar í sorpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.