Biskupinn og siðferðið

Eftirfarandi er tekið úr nýárspredikun biskups ríkiskirkjunnar: "Mér virðist sem við séum flest sammála um að vilja byggja á umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræði, umhyggju, og virðingu fyrir manngildi, eins og sett er fram í markmiðsgrein frumvarps til nýrra laga um skólana. Þetta eru góð og eftirsóknarverð verðmæti sem við viljum lifa eftir og láta móta samfélag okkar, uppeldi, menntun og menningu. En þau eru ekki sjálfsprottin af einhverri sögulegri nauðsyn eða þróun. Þau spretta úr jarðvegi trúar og siðar"

Ég hef aldrei séð mikið ritað um jafnrétti né lýðræði hvorki í gömlu né nýju biblíunni. Jesú hefur hins vegar ágætis leiðbeiningar handa okkur um hvernig koma skuli fram við þræla í nýja testamentinu. Jafnrétti og lýðræði er komið til okkar í beinu framhaldi af upplýsingunni og er hér ekki fyrir tilstuðlan kirkjunnar.

Lýðræði krafðist þess að algjört vald konunga sem þeir áttu að hafa frá guði yrði afnumið. Kirkjan barðist geng þeim breytingum. Jafnrétti krafðist þess að allir greiddu skatta og færu eftir sömu reglum en kirkjan var lengi vel undanþegin skatti í flestum Evrópulöndum og ýmsar  sérreglur giltu um kirkjuna og hennar þjóna. Þar er alger fjarstæða að jafnrétti hafi verið eitthvað sérstakt baráttumál kirkjunnar. Ég vil minna fólk á afstöðu kirkjunnar til jafnrétti kvenna.

Það að halda því fram að við eigum að þakka kirkjunni fyrir lýðræði og jafnrétti er fáránleg sögufölsun.

Biskupi er bent á kafla 4 "Eru trúarbrögð forsenda siðferðis?" úr bókinni Stefnur og straumar í siðfræði eftir James Rachels. Bókin er gefin út af Siðfræðistofnun og þýdd af Jóni Á. Kalmannssyni. Þetta rit er ágætt fyrir byrjendur í siðfræði og ætti að vera kennt í grunnskólum.

GA 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband