Blamestorming um íslensk efnahagsmál

Það er tvennt sem ég vill segja:

1) Ef við værum núna í Evrópubandalaginu og værum með evru í stað krónu þá væru bankarnir með almennilegan bakhjarl og íslenskur almenningur hefði ekki þurft að upplifa stórkostlega kjaraskerðingu í gegnum gengisfall krónunnar. 

2) Ef við hefðum haft aðskilnað á milli fjárfestingabanastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi í landinu þá væru jú fjárfestingabankarnir sennilega komnir á hausinn en það mundu að öllum líkindum ekki falla nein kostnaður á íslenska skattgreiðendur. Bandarísk stjórnvöld eru að punga út a.m.k 1000 biljónum $ til að koma í veg fyrir að viðskiptabankar sem eru líka fjárfestingabankar fari á hausinn. Hvernig getur það verið betra heldur en að hafa aðskilda fjárfestingabanka starfsemi sem má rúlla án þess að það skili sér í hruni í raunhagkerfinu.

Skyldum við læra eitthvað af sögunni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband