Jafnrétti á Akureyri

Það eru góðar fréttir frá Akureyri. Svo virðist sem að launamunur milli kynjanna sé minni hjá Akureyrarbæ en öðrum sveitarfélögum. Þetta eru góðar fréttir og veitir ekki af eftir alla niðurlæginguna sem sveitarfélagið varð fyrir í frægum dómsmálum. Svo virðist sem þessi árangur hafi náðst með því að fella í burtu ákveðnar tegundir af aukagreiðslum sem fyrst og fremst virðast hafa farið til karlmanna.

Þetta eru góðar fréttir og bæjarstjórnin á skilið hrós fyrir þetta.

Ég heyri hins vegar talsvert af því að starfsmenn Akureyrarbæjar séu óánægðir með launin sýn. Núna síðast heyrði ég í gæslumanni sem starfar á erfiðu sambýli hjá bænum og hann sagði að launin sýn hefðu verið lækkuð um 30%. Enda sagði Sigrún í sjónvarpsfréttunum að þetta hefði ekki verið átakalaust að breyta.

fimm stjörnur fyrir bæjarstjórnina á Akureyri vegna þessa máls en bærinn má hins vegar ekki notfæra sé það um of að Eyjafjörðurinn er láglaunasvæði.

Bæjarstjóri kallar unga sjálfstæðismenn dóna.

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri sýnir leiðtogahæfileika sína í aðsendri grein í mogganum 4. október. Þar svarar hún harkalegri gagnrýni ungra sjálfstæðismanna á vinnubrögð meirihlutans í bæjarstjórn með því að segja að þeir séu dónar og að þeir eigi bara að mæta á bæjarmálafundi þar sem þeir eru víst hættir að mæta. Reyndar er mér sagt að það séu ekki bara ungir sjálfstæðismenn sem eru hættir að nenna að mæta á þessa fundi. Ragnar Sigurðsson formaður Varðar segir í sjónvarpsviðtali í tíufréttum ríkissjónvarpsins þann 1. október að þetta sé "dropinn sem fyllti mælinn". Það bendir til þess að það sé eitthvað fleira sem er að angra unga en þessi eina skipan í nefnd. Það er ekki hægt að túlka viðbrögð bæjarstjórans við óánægju ungra öðruvísi en svo að hún telji sig  ekki þurfa á stuðningi þeirra að halda.

María Egilsdóttir varabæjarfulltrúi sjálfstæðismanna sá engan annan kost en að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ástæðan fyrir þessu er sú að hún var óánægð með vinnubrögðin innan meirihlutans. Sérstaklega fékk hún þó tækifæri til þess að kynnast vinnubrögðunum náið í afgreiðslu á Sómatúnsmálinu svokallaða.

Eitthvað segir mér að óánægja Maríu og ungra sé af sömu rótum sprottin.

Sigrún fær fjóra banana fyrir hæfileika sína til þess að miðla málum og lægja öldur innan flokksins.

Samgönguráðuneytið skammar Vegagerðina fyrir það að fara eftir óskum Samgönguráðuneytisins.

Vegagerðin hefur nú þegar greitt  400 milljónir fyrir verkefni sem aðeins var áætlað að setja í þá fjármuni sem fengust við sölu á Sæfara eða eins og segir í skýringum með fjárlagafrumvarpi “að selja Grímseyjarferjuna m/s Sæfara og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á annarri hentugri ferju”. Að auki hefur Vegagerðinni ekki tekist að fá verksala til þess að gera tilboð í aukaverk. Áætlaður kostnaður ferjunnar er kominn í 600 milljónir. En það er nákvæmlega sú upphæð sem nefnd á vegum samgönguráðherra áætlaði að ný ferja mundi kosta. Nefndi mælti með því að ný ferja yrði keypt en sú leið var ekki farin.

Fyrir þessi afrek fær vegagerðin tvo banana af fimm mögulegum.

Samgönguráðuneytið kom seint og síðarmeir fram með kröfur um hvernig ferjan á að vera og hækkar það vitanlega kostnaðinn við viðgerð ferjunnar gríðarlega. Reyndar er svo komið að nær væri að tala um endurgerð. Síðan skamma þeir að sjálfsögðu Vegagerðina fyrir að standa ekki við fyrri áætlanir. 

Fyrir þetta fær Samgönguráðuneytið fimm banana af fimm mögulegum.



mbl.is Segir samgönguráðherra gera sig að blóraböggli í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarstjórinn grípur til sinna ráða

Það hefur talsvert verið rætt hér á Akureyri um ákvörðun bæjarstjórans að banna fólki á aldrinum 18-23 ára að tjalda á tjaldstæðum bæjarins um verslunarmannahelgina. Sitt sýnist hverjum um þetta mál og langt frá því að allir bæjarbúar séu sammála um hvort að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Ég er sammála því að það eigi að breyta þessari hátíð þannig að hún höfði betur til fjölskyldufólks. Hins vegar var umrædd ákvörðun móðgun við þá sem vildu koma til bæjarins en voru ekki velkomnir. Auk þess ber allt í kringum þessa ákvörðun merki um lélega stjórnsýslu. 

Það er ástæða fyrir því að í lýðræðisþjóðfélögum eru pólitískar ákvarðanir ekki teknar af einstaklingum heldur breiðum hópi fólks. Það er einnig ástæða fyrir því að þessi breiði hópur tekur ekki ákvörðun fyrr en eftir umræðu um málið þar sem að ýmis sjónarmið eru vegin og metin og staðreyndir lagðar fram. Fari menn ekki leið lýðræðisins aukast líkurnar á röngum ákvörðunum og þetta mál er gott dæmi um það.

Því fær þessi ákvörðun fullt hús eða fimm banana.


Roche og Novartis ráða ferðinni í Sviss

Stærstu lyfjaframleiðandur í heimi s.s. Roche, Novartis og Bayer eru með mikla starfsemi í Sviss. Margar Borgir þarna lifa á bönkum og lyfjafyrirtækjum/chemical og því hafa þessi fyrirtæki talsverð áhrif á afstöðu stjórnvalda. Gæti eitthvað svipað verðið í gangi hér á Íslandi?

Það er samkeppnin á þessum mörkuðum sem hefur mest áhrif á lyfjaverðið og ef stjórnvöld hér vilja lækka lyfjaverðið þá geta þau það með því að opna fyrir samkeppni. Vilji er allt sem þarf. Ekki láta stjórnmálamenn telja ykkur trú um annað.

Íslensk stjórnvöld fá hins vegar fjóra banana af fimm mögulegum fyrir að segjast vilja lækka lyfjaverð en vilja sammt ekki grípa til aðgerða sem mundu auka samkeppni á íslenska markaðnum s.s. ein og með að gefa út reglugerð sem segir að öll lyf sem eru skráð í Evrópu þarfnist ekki skráningar á íslandi. Einfalt og áhrifaríkt en gæti lækkað tekjur íslenskra lyfjaheildsala.
 


mbl.is Aðeins í Sviss eru lyf dýrari en á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband