Impeachment

Ef bandaríska þingið reynir að koma forseta frá völdum með að ákæra hann fyrir að hafa logið til um framhjáhald en sleppir öðrum sem er sagður hafa dregið þjóðina út í stríð með lygum, þá er eitthvað meira en lítið að.
mbl.is Sakar Hvíta húsið um að falsa tengsl Íraks og 11. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátíðin "Ein með öllu" vel hepnuð í ár

Það er óhætt að lofa skipulagningu hátíðarinnar í ár. Mér fannst meiri ástæða lögð á að dagskráin hentaði fjölskyldufólki en oft áður auk þess sem hlutir eins og gæsla og tjaldstæðamál voru með allt öðru móti en áður. Það er búið að halda hátíð sem þessa hér á Akureyri í nokkuð mörg ár og það hlaut að koma að því að það tækist að skipuleggja þetta almennilega.
mbl.is Fjölmenni á flugeldasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfurnar í efnahagsmálum?

Ég horfði á sjónvarpsfréttirnar í gær og það var ekki laust við að horfurnar í efnahagsmálum sé eins og umhverfið við Hvaleyrarvatn, brunarústir.

 


mbl.is Mikið tjón í sinubrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Abkazia, Suður Osstesía og Transnistria

 

 

Einhvertíma fyrir ekki löngu kommentaði ég á eitthvert blogg þar sem ég varaði við því að ef vesturlönd styddu sjálfstæði Kosovo þá mundu Rússar vilja sjálfstæði Transnistríu og sjálfstæði eða innlimum Abkaziu og Suður Osstesíu í Rússland.

Samkvæmt nýjustu fréttum þá virðist þetta einmitt vera að gerast núna. Af hverju ættu BNA að styðja sjálfstæði Kosovo en vera á móti sjálfstæði Abkaziu? Núna eru Rússar að pota í BNA með löngu priki og væntanlega verða viðbrögðin ekki önnur en vandræðaleg þögn. Ég held að það hafi verið mikil mistök hjá G.W.B. að lýsa óbeint yfir stuðningi við Kosovo með heimsókn sinni til Albaníu í sumar. Munið þið hvernig var tekið á móti honum þar? Honum var fagnað eins og hann væri Rambo sjálfur (vísu stal einhver af honum úrinu hans en það getur alltaf skeð).

Ástæðan fyrir því að sjálfstæði Abkaziu og Suður Osstesí er sérstaklega viðkvæmt mál er sú að Georgía er mikill bandamaður Bandaríkjanna en Georgía hefur t.a.m. sent hlutfallslega flesta hermenn til Íraks í “frelsisstríðið” þar.

Þessi sérstöku vinatengsl BNA og Georgíu skilst mér að séu út af því að það fer olíuleiðsla frá Baku við Kaspíahafið gegnum allt Azerbaijan, Georgíu og Tyrkland. Þessi olíuleiðsla tekur sem sagt sveig fram hjá Armeníu en fyrir ofan Georgíu er Rússland þannig að það er ekki um aðra leið að ræða. 

Olíuleiðsla þessi er kölluð Baku-Tbilisi-Ceyhan leiðslan í höfuðið á stærstu borgunum sem hún fer í gegnum. Það tekur eitt ár fyrir olíuna, frá því henni er dælt inn í Baku að koma út um hinn endann í Ceyhan.

Abkazia er reyndar mjög fallegt land og ég er búinn að stefna að því að fara þangað í stutt ferðalag í nokkurn tíma. Þar var reyndar háð sérstaklega ógeðfellt stríð  í kringum 1990. Ég auglýsi hér með formlega eftir ferðafélögum sem langar til að fara 10 daga ferð í sólina í Sukumi.


mbl.is Rússar vara við stefnubreytingu gagnvart Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bella Napoli

Það er engin borg eins og Napolí. Vandamál með rusl er reyndar ekki bara bundið við Napolí heldur alla Campania. Þetta er gamalt vandamál og á rætur allt aftur til 1994.

Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum vandamálum. Þessar helstar:

a) Það tekur of langan tíma að útbúa nýja ruslahauga í staðin fyrir þá sem hafa verið lokaðir.


b) Endurvinnslustöðvar eru ekki að virka og því þarf að urða megnið af sorpinu sem berst í þær. Athyglisvert að það eru 7 endurvinnslustöðvar í Campania og þær eru allar reknar af fyrirtæki sem heitir Impregilo (Kannast einhver við það nafn).


c) Það hefur tafist að skipuleggja og byggja brennslustöðvar. Það er talið að la Camorra eigi þátt í þeirri töf (La Camorra er mafían í Napolí).


d) Mjög lítið af rusli í Campania er flokkað eða um 10% sem er langt undir meðaltalinu á Ítalíu sem er 25%.

Það einkennilegasta af öllu er að það kostar um 290 til 1000 evrur að eyða tonni af sorpi í Campania en það kostar um 215 evrur að flytja tonn af sorpi til Þýskalands og eyða því þar.


mbl.is Napólí drukknar í sorpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

McCain v Clinton?

Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif niðurstaðan í Iowa hefur á væntingar fólks til frambjóðenda. Ég er farinn að setja mig í spor Völvunnar og spá því að forsetakosningarnar verði á milli McCain og Clinon. Enn virðast mestar líkur á því að Clinton verði frambjóðandi Democrata en það er meiri óvissa hjá Republicunum. Það virðist þó vera að McCain sé að sækja mest í sig veðrið og hann virðist vera að fá atkvæði frá Giuliani og jafnvel frá Huckabee. Hef verið að fylgjast aðeins með umræðunni á CBS og CNN.

Þetta eru þær upplýsingar sem að IEM framvirkir markaðir eru að gefa okkur:

2008 US Democratic National Convention Market 
DConv08
2008 US Republican National Convention Market

RConv08 

 


Biskupinn og siðferðið

Eftirfarandi er tekið úr nýárspredikun biskups ríkiskirkjunnar: "Mér virðist sem við séum flest sammála um að vilja byggja á umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræði, umhyggju, og virðingu fyrir manngildi, eins og sett er fram í markmiðsgrein frumvarps til nýrra laga um skólana. Þetta eru góð og eftirsóknarverð verðmæti sem við viljum lifa eftir og láta móta samfélag okkar, uppeldi, menntun og menningu. En þau eru ekki sjálfsprottin af einhverri sögulegri nauðsyn eða þróun. Þau spretta úr jarðvegi trúar og siðar"

Ég hef aldrei séð mikið ritað um jafnrétti né lýðræði hvorki í gömlu né nýju biblíunni. Jesú hefur hins vegar ágætis leiðbeiningar handa okkur um hvernig koma skuli fram við þræla í nýja testamentinu. Jafnrétti og lýðræði er komið til okkar í beinu framhaldi af upplýsingunni og er hér ekki fyrir tilstuðlan kirkjunnar.

Lýðræði krafðist þess að algjört vald konunga sem þeir áttu að hafa frá guði yrði afnumið. Kirkjan barðist geng þeim breytingum. Jafnrétti krafðist þess að allir greiddu skatta og færu eftir sömu reglum en kirkjan var lengi vel undanþegin skatti í flestum Evrópulöndum og ýmsar  sérreglur giltu um kirkjuna og hennar þjóna. Þar er alger fjarstæða að jafnrétti hafi verið eitthvað sérstakt baráttumál kirkjunnar. Ég vil minna fólk á afstöðu kirkjunnar til jafnrétti kvenna.

Það að halda því fram að við eigum að þakka kirkjunni fyrir lýðræði og jafnrétti er fáránleg sögufölsun.

Biskupi er bent á kafla 4 "Eru trúarbrögð forsenda siðferðis?" úr bókinni Stefnur og straumar í siðfræði eftir James Rachels. Bókin er gefin út af Siðfræðistofnun og þýdd af Jóni Á. Kalmannssyni. Þetta rit er ágætt fyrir byrjendur í siðfræði og ætti að vera kennt í grunnskólum.

GA 


Huckabee v Giuliani

Það er rétt að hann dragi á en enn eru mestar líkur á að Giuliani vinni þetta. Ég treysti þessum markaði betur en skoðanakönnunum.

 

Iowa electronic markets


mbl.is Huckabee orðinn jafn Giuliani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rutelli og Casini rífast í beinni

Ég var að tala við Stefán hálfbróður minn. Hann er nýkominn frá Moldavíu. Ástandið í Moldavíu er ekki gott að hans sögn er "Albanía velferðarríki miðað við Moldavíu".

Er að horfa á Porta a Porta á RAI 1. Rutelli og Casini eru að rífast. Þetta eru klárlega framtíðarleiðtogar vinstir og hægri á Ítalíu. Massívir stjórnmálamenn. Vandamálið á Ítalíu er að landið er gamalt í hugsun. Meðalaldurinn er hár og ungt fólk fær ekki tækifæri. Rutelli (54) og Casini (52) eru ungliðarnir í ítalskri pólitík. Vonandi komast þeir að fyrir sextugt, hver veit.

Nýr kennslu- og rannsóknarsamningur

Það eru fleiri góðar fréttir frá Akureyri í dag. "Nýr kennslu- og rannsóknarsamningur milli skólans og menntamálaráðuneytisins var undirritaður á ársfundi skólans sem haldinn var í dag". Gott mál. Ég vil hins vegar fara að sjá hreyfingu á umræðu um rekstrarform skólans. Ég vil sjá hann fá aukið sjálfstæði og alls ekki að hann verði áfram ríkisstofnun. Það þarf að hafa hlutafélag utan um rekstur skólans til að gera honum auðveldara að keppa við aðra skóla á íslandi og útlöndum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband